Í rannsókn þessari er sjónum beint að samvinnunámi. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar felst í því að skoða samvinnunám sem kennsluaðferð; hvernig samvinnunámi er beitt í kennslu og hvert viðhorf kennara sem beita samvinnunámi er til kennsluaðferðarinnar. Samvinnunám er kennsluaðferð sem byggist á því að nemendur vinna saman í litlum hópum að sameiginlegum markmiðum. Markmiðið með því að skoða þessa tilteknu kennsluaðferð er að dýpka þekkingu mína á aðferðinni. Með aukinni þekkingu á fræðilegum bakgrunni samvinnunáms og þjálfun í að beita aðferðinni við kennslu get ég svo notað aðferðina í starfi mínu sem kennari. Rannsóknin var unnin frá haustmisseri 2012 og fram á vormisseri 2013. Eigindlegum aðferðum var beitt við rannsóknina en slíkar að...